Lyrics

Ég er fokkin mættur, hoppandi upp úr tertu Horfi á gömul viðtöl, fæ aulahroll hver ertu? Málið er ekki hvað maður getur heldur hvað maður gerir Ef það heldur svona áfram verð ég skuldlaus fyrir fertugt Rapparar með afkomuótta svo þeir tala um Píuna með hattinn og vorboðann í vasanum En ég er ekki að dæma þig, þú verður að gera það sjálfur Kafa í sjálfan þig, tíminn tikkar, gerðu það bráðum Egóið á snagann, afklæði mig allan Hver er ég án stæla? hver er ég án fata? Ég var sirka ellefu ára þegar rapp átti mig allan Ég var sirka bara núna í dag þegar ég fór að fatta Að ég fór alla leið ég tók fokkin bikarinn heim Og hélt í kúlið, ímyndina, hélt ég þyrfti ekki meir Fatta í leiðinni að velgengi, hún sagði ekki neitt Því það öllum drullusama um hana þegar ég dey Lífið er of stutt til að reyna halda vitinu Ef þú tekur göngin gleymist fegurðin í firðinum Lífið er of stutt til að reyna halda vitinu Ef þú tekur göngin gleymist fegurðin í firðinum Ég er minn eigin herra, ætla vera það alltaf Stútfullt hjarta, get ekki kvartað Míkró skammtar grænmeti og vatnsglas Læt mig hverfa en kem ferskur til baka Skrípó í tækið, Lion king eða Minions Á meðan pabbi skreppur út í bæ að sækja þessar millions Reykjavík er mín fæ alla í fíling Og sem svo lög sem fara right in your feelings Umkringdur af djöflum og fríkum Ég fór að taka eftir stöðnuðum týpum Svo ég endurvíra Emmsjé Gauta korter í þrítugt Því mér fannst partíið aðeins of skítugt Þakklátur fyrir alla Líka liðið sem vill sjá mig falla Ekki tala við mig hvort að ég sé real þegar ég rappa Bókstaflega ekki gert fokkin annað, mafakka Lífið er of stutt reyna halda vitinu Ef þú tekur göngin gleymist fegurðin í firðinum Lífið er of stutt reyna halda vitinu Ef þú tekur göngin gleymist fegurðin í firðinum
Writer(s): Gauti þeyr Másson, þormóður Eiríksson Lyrics powered by www.musixmatch.com
instagramSharePathic_arrow_out